Enski boltinn

Manchester-liðin búin að skora 36 prósent af öllum mörkum tímabilsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney fagnar einu marka sinna á móti Bolton í kvöld.
Wayne Rooney fagnar einu marka sinna á móti Bolton í kvöld. Mynd/AP
Manchester United og Manchester City eru með fullt hús eftir fjórar umferðir í ensku úrvalsdeildinni eftir flotta sigra í leikjum sínum í dag. Manchester City byrjaði á því að vinna 3-0 heimasigur á Wigan en Manchester United gerði enn betur með því að vinna 5-0 útisigur á Bolton.

Manchester-liðin hafa nú skorað 33 af 91 marki sem hefur verið skorað til þessa í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en það gerir 36 prósent af öllum mörkum sem hafa verið skoruð af liðunum tuttugu í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United er með markatöluna 18-3 og Manchester City er með markatöluna 15-3. Þriðja markahæsta liðið eru lið Chelsea og Bolton með sjö mörk en Wayne Rooney, framherji United, hefur skorað átta mörk sjálfur og væri því í þriðja sætinu á markalistanum ef hann væri "lið".








Fleiri fréttir

Sjá meira


×