Enski boltinn

Fulham og Blacburn gerðu jafntefli og sitja bæði áfram í fallsæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bobby Zamora fagnar jöfnunarmarki sínu.
Bobby Zamora fagnar jöfnunarmarki sínu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fulham og Blackburn gerðu 1-1 jafntefli á Craven Cottaga í ensku úrvalsdeildinni í dag og eru því bæði áfram meðal þriggja neðstu liða deildarinnar.

Blackburn náði þarna í fyrstu stig sín á tímabilinu en liðið var búið að tapa fyrstu þremur leikjum sínum. Fulham gerði jafntefli í fyrsta leik sínum en hafði síðan tapað tveimur síðustu leikjum sínum á móti Wolves og Newcastle.

Rubén Rochina kom Blackburn yfir með frábæru skoti í slánna og inn á 32. mínútu leiksins en Bobby Zamora jafnaði metin fimm mínútum síðar eftir sendingu frá Danny Murphy.

Það varð mikil töf á leiknum í blálokin þegar David Hoilett og Mark Schwarzer rákust saman. Mark Schwarzer stóð fljótlega aftur upp en Hoilett var borinn af velli.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×