Enski boltinn

Cleverley verður frá í einn mánuð - er ekki fótbrotinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Cleverley í leiknum á móti Arsenal.
Tom Cleverley í leiknum á móti Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tom Cleverley, miðjumaður Manchester United, er ekki fótbrotinn eins og Sir Alex Ferguson óttaðist um eftir leik Manchester United og Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðbönd í vinstra fæti sködduðust hinsvegar og verður Cleverley frá í einn mánuð.

Tom Cleverley meiddist strax í upphafi leiks þegar Kevin Davies, framherji Bolton, tæklaði hann illa og var Cleverley útaf af vellinum þegar United komst yfir í 1-0 strax á fimmtu mínútu leiksins.

Tom Cleverley er búinn að stimpla sig inn á miðjuna hjá Manchester United en þessi 22 ára strákur var í láni hjá Wigan á síðustu leiktíð.

Hefði hann verið fótbrotinn hefði hann misst af nær öllu tímabilinu en nú ætti hann að geta komið til baka eftir fjórar til fimm vikur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×