Enski boltinn

Anzhi Makhachkala ætlar sér að ná í Capello

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cappelo á blaðamannafundi.
Cappelo á blaðamannafundi. Mynd. / Getty Images
Enski landsliðsþjálfarinn, Fabio Capello, hefur verið nefndur til sögunnar sem næsti þjálfari rússneska félagsins Anzhi Makhachkala.

Talið er að rússneska félagið ætli sér að klófesta ítalska knattspyrnustjórann eftir Evrópumótið næsta sumar og mun bjóða honum metupphæð í laungreiðslu.

Félagið festu kaup á kamerúnska sóknarmanninum Samuel Eto´o í sumar og ætlar sér stóra hluti á næstu árum.

Rússneski auðkýfingurinn Suleyman Kerimov, eigandi Anzhi Makhachkala, ætlar að leggja mikla áherslu á að klófesta Capello, en hann telur að stjórinn sé tilvalinn til að koma félaginu á stall með bestu liðum í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×