Enski boltinn

Johnson hefur áhyggjur af nýjum meiðslum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Glen Johnson, hér til vinstri.
Glen Johnson, hér til vinstri. Nordic Photos / Getty Images
Glen Johnson, leikmaður Liverpool í Englandi, segir að svo gæti farið að hann þurfi aftur að stíga til hliðar vegna meiðsla.

Johnson lék sinn fyrsta leik á tímabilinu um helgina er hann kom inn á sem varamaður seint í viðureign Liverpool gegn Stoke.

Johnson missti af upphafi tímabilsins vegna meiðsla í læri og svo virðist sem að meiðslin hafi ágerst um helgina, miðað við það sem hann skrifaði á Twitter-síðuna sína.

Þar segir hann að hann hafi tognað aftan í læri enn á ný en að hann voni að hann komi aftur sem allra fyrst.

Martin Kelly, sem einnig spilar sem hægri bakvörður hjá Liverpool, hefur einnig verið að glíma við sömu meiðsli en miðvörðurinn Martin Skrtel leysti þessa stöðu í leiknum gegn Stoke um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×