Enski boltinn

Newcastle í fjórða sætið

Joey Barton er kominn í QPR og mætir í kvöld sínum gömlu félögum. Hann var fyrirliði í kvöld.
Joey Barton er kominn í QPR og mætir í kvöld sínum gömlu félögum. Hann var fyrirliði í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
QPR og Newcastle gerðu markalaust jafntefli í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var nokkuð fjörugur og ótrúlegt að liðunum skildi ekki hafa lánast að skora í leiknum.

Leikurinn vakti helst athygli fyrir þær sakir að Joey Barton var að mæta sínum gömlu félögum í Newcastle. Barton bar fyrirliðabandið í kvöld og hagaði sér skikkanlega.

Newcastle komst í fjórða sætið með stiginu en QPR komst upp í ellefta sæti deildarinnar.

Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR í kvöld.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×