Fótbolti

Maradona: Mourinho er bestur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Maradona ferskur.
Maradona ferskur.
Diego Armando Maradona er mikill aðdáandi Jose Mourinho og segir Argentínumaðurinn að Portúgalinn sé besti þjálfari heims um þessar mundir.

"Eftir hvern leik hjá Real Madrid geta menn komist að því að Mourinho sé sá besti. Kannski ekki langbestur en hann er bestur," sagði Maradona.

Argentínumaðurinn er að þjálfa Al Wasl í Arabíu þessa dagana og reynir eflaust að læra hitt og þetta af Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×