Fótbolti

Simone að taka við Monaco

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Simone í leik með AC Milan.
Simone í leik með AC Milan.
Marco Simone, fyrrum framherji AC Milan, verður næsti þjálfari Monaco og fær það verðuga verkefni að koma liðinu aftur upp í deild þeirra bestu í Frakklandi.

Simone tekur við liðinu af Laurent Banide sem hefur verið rekinn eftir slaka byrjun á tímabilinu.

Ítalinn hefur enga reynslu af þjálfun en hefur verið í góðu sambandi við félagið síðan hann lagði skóna á hilluna árið 2006.

Monaco féll úr efstu deild í fyrra og hefur síðan byrjað skelfilega í B-deildinni. Tapað öllum sex leikjum sínum og situr á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×