Enski boltinn

Meireles: Liverpool sveik ákveðin loforð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Meireles í leik með Chelsea um helgina.
Meireles í leik með Chelsea um helgina.
Raul Meireles er allt annað en sáttur við stjórnendur hjá knattspyrnufélaginu Liverpool, en leikmaðurinn heldur því fram að hann hafi verið svikin.

Enskir fjölmiðlar halda því staðfastlega fram að félagið hafi lofað Meireles launahækkun en þegar á hólminn var komið var ekki staðið við þau loforð.

Meireles ákvað því að söðla um og fara til samkeppnisaðilans í Chelsea rétt fyrir lok félagsskiptagluggans, en Chelsea greiddi 12 milljónir punda fyrir þennan öfluga leikmann.

„Ég vill sem minnst tjá mig um þetta mál en félagið hafði lofað mér ákveðnum hlutum sem ekki var staðið við,“ sagði Meireles.

„Það þjónar engum tilgangi að ræða þetta nánar, ég ætlar mér núna að einbeita mér að mínum knattspyrnuferli og halda áfram“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×