Enski boltinn

Bardsley fékk fjögurra leikja bann fyrir að traðka á Mata

Stefán Árni Pálsson skrifar
Phil Bardsley, leikmaður Sunderland, heur verið dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að traðka ofan á Juan Mata þegar Sunderland og Chelsea áttust við um helgina.

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins komst að þessari niðurstöðu efir að hafa farið yfir atvikið á myndbandi. Nefndin hefur því komist að því að um viljaverk hafi verið að ræða og því er bannið lengra en venjulega.

Sunderland mun ekki áfrýja málinu og tekur því leikmaðurinn út bannið frá og með næstu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Hægt er að sjá myndskeið af atvikinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×