Enski boltinn

Kenny Dalglish hitti Mike Riley á æfingasvæði Liverpool í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hitti Mike Riley, yfirmann dómarasamtakanna í Englandi, á æfingasvæði Liverpool í gær. Dalglish var mjög ósáttur með dómgæsluna eftir tapið á móti Stoke um síðustu helgi.

Dalglish talaði um eftir leikinn á móti Stoke að það væri að koma í bakið á sér að bera of mikla virðingu fyrir dómurunum því allir stóru dómarnir hefðu fallið á móti Liverpool á þessu tímabili. Daglish og Mike Riley virðast hafa náð að slökkva alla elda á fundi sínum á  Melwood-æfingasvæðinu í gær.

„Það var gott að hitta Mike og við áttum upplýsandi og vinsamlegar samræður. Nú hef ég betri skilning á því hvernig þessir hluti ganga fyrir sig," sagði Kenny Dalglish í viðtali á heimasíðu Liverpool. Liverpool tapaði sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili í þessari heimsókn sinni til Stoke á laugardaginn var.

Stoke skoraði sigurmark sitt í umræddum leik úr umdeildri vítaspyrnu en Liverpool fékk ekki víti þótt boltinn færi tvisvar greinilega í hendur varnarmanna Stoke.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×