Enski boltinn

Redknapp: Enginn Englendingur gæti hafnað landsliðsþjálfarastarfinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp segir það rangt að hann hafi rætt við forráðamenn enska knattspyrnusambandsins um að taka við landsliðinu fyrir EM næsta sumar.

Sögusagnir hafa verið á kreiki um það að undanförnu að Englendingar ætli mögulega að láta Fabio Capello fara fyrir úrslitakeppni EM á næsta ári og ráða Redknapp í hans stað.

„Við höfum aldrei rætt um enska landsliðið,“ sagði Redknapp við enska fjölmiðla í gær. „En það væri erfitt fyrir hvaða Englending sem er að hafna þessu starfi.“

„Ég er þar með ekki að trana mér fram. Staðreyndin er bara sú að það væri erfitt að hafna því að þjálfa landslið sinnar eigin þjóðar. En það eru margir strákar sem gætu tekið að sér þetta starf. Við skulum sjá hvernig þetta mál þróast.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×