Enski boltinn

Benayoun átti í viðræðum við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Yossi Benayoun hefur greint frá því að hann átti í viðræðum við Liverpool um að snúa mögulega aftur til félagsins í síðasta mánuði. Hann gekk þó á endanum til liðs við Arsenal.

Benayoun fór frá Liverpool til Chelsea síðastliðið sumar en náði sér ekki á strik með síðarnefnda liðinu á síðustu leiktíð, til að mynda vegna meiðsla.

„Mér stóðu ýmsi kostir til boða, bæði í Englandi og á meginlandi Evrópu,“ sagði Benayoun við enska fjölmiðla. „Ég ræddi nokkrum vsinnum við Liverpool og önnur lið en um leið og ég heyrði af áhuga Arsenal var ég harðákveðinn í að fara þangað.“

„Ég heyrði fyrst af áhuga Arsenal átta dögum áður en lokað var fyrir félagskipti. Ég var því ekkert stressaður þó svo að ég hafi ekki farið fyrr en á lokadegi gluggans - ég vissi hvað var í vændum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×