Ófarir Arsenal halda áfram - tapaði 4-3 fyrir Blackburn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2011 00:01 Nordic Photos / Getty Images Ótrúleg úrslit voru í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en þá vann Blackburn 4-3 sigur á Arsenal. Síðarnefnda liðið skoraði tvö sjálfsmörk í leiknum en þetta var fyrsti sigur Blackburn á leiktíðinni. Gervinho og Mikel Arteta skoruðu sín fyrstu mörk fyrir Arsenal í fyrri hálfleik og var staðan að honum loknum 2-1 fyrir gestina. Yakubu skoraði mark Blackburn í fyrri hálfleik en snemma í síðari hálfleik varð Alex Song, sem lagði upp mark Gervinho með laglegri sendingu, fyrir því óláni að stýra knettinum í markið af stuttu færi. Yakubu kom svo Blackburn yfir þegar hann stýrði fyrirgjöf Steven Nzonzi í markið í markteignum en endursýningar sýndu að hann var rangstæður þegar sendingin kom. Markið fékk engu að síður að standa. Ólán Arsenal var svo algert stuttu síðar þegar að Blackburn komst í skyndisókn. Johan Djourou gerði sig sekan um slæm mistök og Martin Olsson komst upp að endamörkum þar sem hann sendi fyrir markið, beint í Laurent Koscielny sem varð að horfa á eftir knettinum í eigið net. Varamaðurinn Marouane Chamakh náði svo að minnka muninn fyrir Arsenal með fínu skallamarki eftir sendingu Robin van Persie. Þetta var fyrsta mark Chamakh á árinu og fagna því sjálfsagt margir. Leikmenn Arsenal sóttu nokkuð stíft á lokamínútunum en allt kom fyrir ekki. Liðið er því með fjögur stig eftir fimm leiki og því enn í neðri hluta deildarinnar. Gervinho lék í dag sinn fyrsta leik eftir að hafa tekið út leikbann og Andre Santos lék sinn fyrsta leik með Arsenal en hann var keyptur í lok síðasta mánaðar. Blackburn vann í dag sinn fyrsta sigur á tímabilinu og var stjóri liðsins, Steve Kean, sjálfsagt manna fegnastur í leikslok en hann hefur verið sagður afar valtur í sessi. Fyrir leikinn fóru stuðningsmenn Blackburn í mótmælagöngu og kröfðust þess að hann yrði rekinn frá félaginu. Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Ótrúleg úrslit voru í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en þá vann Blackburn 4-3 sigur á Arsenal. Síðarnefnda liðið skoraði tvö sjálfsmörk í leiknum en þetta var fyrsti sigur Blackburn á leiktíðinni. Gervinho og Mikel Arteta skoruðu sín fyrstu mörk fyrir Arsenal í fyrri hálfleik og var staðan að honum loknum 2-1 fyrir gestina. Yakubu skoraði mark Blackburn í fyrri hálfleik en snemma í síðari hálfleik varð Alex Song, sem lagði upp mark Gervinho með laglegri sendingu, fyrir því óláni að stýra knettinum í markið af stuttu færi. Yakubu kom svo Blackburn yfir þegar hann stýrði fyrirgjöf Steven Nzonzi í markið í markteignum en endursýningar sýndu að hann var rangstæður þegar sendingin kom. Markið fékk engu að síður að standa. Ólán Arsenal var svo algert stuttu síðar þegar að Blackburn komst í skyndisókn. Johan Djourou gerði sig sekan um slæm mistök og Martin Olsson komst upp að endamörkum þar sem hann sendi fyrir markið, beint í Laurent Koscielny sem varð að horfa á eftir knettinum í eigið net. Varamaðurinn Marouane Chamakh náði svo að minnka muninn fyrir Arsenal með fínu skallamarki eftir sendingu Robin van Persie. Þetta var fyrsta mark Chamakh á árinu og fagna því sjálfsagt margir. Leikmenn Arsenal sóttu nokkuð stíft á lokamínútunum en allt kom fyrir ekki. Liðið er því með fjögur stig eftir fimm leiki og því enn í neðri hluta deildarinnar. Gervinho lék í dag sinn fyrsta leik eftir að hafa tekið út leikbann og Andre Santos lék sinn fyrsta leik með Arsenal en hann var keyptur í lok síðasta mánaðar. Blackburn vann í dag sinn fyrsta sigur á tímabilinu og var stjóri liðsins, Steve Kean, sjálfsagt manna fegnastur í leikslok en hann hefur verið sagður afar valtur í sessi. Fyrir leikinn fóru stuðningsmenn Blackburn í mótmælagöngu og kröfðust þess að hann yrði rekinn frá félaginu.
Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira