Enski boltinn

Solskjær sagður undir smásjá Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær er í dag orðaður við stjórastöðuna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Blackburn en hann hefur náð frábærum árangri með Molde í heimalandinu.

Molde er sem stendur í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar en hann tók við liðinu á síðasta ári. Þá hafði hann verið hjá Manchester United í langan tíma, bæði sem leikmaður og þjálfari varaliðsins.

Venky's, eigendur Blackburn, eru sagðir hafa áhuga á að fá Solskjær til félagsins en Steve Kean er stjóri Blackburn í dag. Hann er reyndar sagður njóta stuðnings eigenda Blackburn, þrátt fyrir afleitt gengi liðsins í upphafi tímabilsins.

Jim Solbakken, umboðsmaður Solskjær, vildi lítið tjá sig um málið. „Blackburn er með knattspyrustjóra. Og Ole gengur mjög vel í Noregi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×