Enski boltinn

Andre Villas-Boas: Vorum óheppnir í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andre Villas-Boas í leiknum í dag.
Andre Villas-Boas í leiknum í dag. Mynd. / Getty Images
Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði að lið sitt hefði verið gríðarlega óheppið í leiknum gegn Manchester United í dag, en Chelsea tapaði gegn United 3-1 á Old Trafford.

„Þetta var einkennilegur leikur, mjög svo opinn og mikið um marktækifæri hjá báðum liðum,“ sagði Villas-Boas í viðtalið við SkySports eftir leikinn.

„Ef við hefðum haft örlitla heppni með okkur í dag þá hefðu úrslitin orðið önnur“.

„Það er alltaf erfitt að koma til baka þegar lið lenda 3-0 undir en við þurftum að taka áhættu. Í síðari hálfleik fengum við stórhættuleg færi og áttum í raun að jafna metinn“.

Villas-Boas vildi ekki tjá sig um dauðafærið sem Torres misnotaði í lokin en hann sagði samt;

„Rooney misnotaði líka vítaspyrnu sem er eiginlega það sama. Tveir bestu framherjar í heiminum misnotuðu frábær færi í dag“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×