Kolbeinn: Dreymt um að fá að spila gegn liði eins og Real Madrid Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Osló skrifar 2. september 2011 14:00 Kolbeinn Sigþórsson verður væntanlega í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Noregi í kvöld. Vísir hitti á hann í Osló í gær og ræddi við hann um tímabilið sem er fram undan hjá hollenska stórliðinu Ajax. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér. Klúbburinn er frábær og ég sjálfur er byrjaður að skora og liðið að vinna leiki. Þetta er því bara mjög jákvætt," sagði Kolbeinn en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan eða með því að smella hér. Kolbeinn kom til Ajax frá AZ Alkmaar nú í sumar og segir hann Ajax vera talsvert stærra félag. „Ajax er stórlið á evrópskan mælikvarða og stærsta liðið í Hollandi. Það er því munur á þessum tveimur félögum. AZ er mjög flottur klúbbur en Ajax er einn af þessum stóru og sér maður að það er smá munur þarna á milli." „Liðsfélagarnir hafa tekið mér mjög vel og ég get ekki kvartað yfir neinu enda allt eins og best verður á kosið." Ajax keppir í Meistaradeild Evrópu í vetur og lenti í riðli með Real Madrid, Lyon og Dinamo Zagreb. Hann bíður spenntur eftir að fá að kljást við það verkefni. „Það verður gríðarlega spennandi, sérstaklega að fara á Bernabeu og spila á móti Real Madrid. Lyon er líka verðugur mótherji en þetta verður líka mjög erfitt gegn Dinamo Zagreb í Króatíu. Ég á von á því við munum keppa við Lyon og Zagreb um að komast áfram með Real Madrid. Við erum með gott lið og teljum að við eigum möguleika á að komast í 16-liða úrslitin." Hann neitar því ekki að það er spennandi tilhugsun að fá að spila á móti stórliði Real Madrid á Santiago Bernabeu. „Um þetta hefur maður dreymt frá því að maður var lítill - sérstaklega að fá að spila á móti mönnum eins og Cristiano Ronaldo sem er einn besti knattspyrnumaður heims." Kolbeinn fær þó væntanlega það verkefni að glíma við varnarmenn Real, eins og Portúgalann Pepe sem er afar umdeildur. „Pepe er harður í horn að taka og maður fær kannski eitthvað að taka á honum. Það verður bara gaman að fá að glíma við þessa kappa." Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson verður væntanlega í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Noregi í kvöld. Vísir hitti á hann í Osló í gær og ræddi við hann um tímabilið sem er fram undan hjá hollenska stórliðinu Ajax. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér. Klúbburinn er frábær og ég sjálfur er byrjaður að skora og liðið að vinna leiki. Þetta er því bara mjög jákvætt," sagði Kolbeinn en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan eða með því að smella hér. Kolbeinn kom til Ajax frá AZ Alkmaar nú í sumar og segir hann Ajax vera talsvert stærra félag. „Ajax er stórlið á evrópskan mælikvarða og stærsta liðið í Hollandi. Það er því munur á þessum tveimur félögum. AZ er mjög flottur klúbbur en Ajax er einn af þessum stóru og sér maður að það er smá munur þarna á milli." „Liðsfélagarnir hafa tekið mér mjög vel og ég get ekki kvartað yfir neinu enda allt eins og best verður á kosið." Ajax keppir í Meistaradeild Evrópu í vetur og lenti í riðli með Real Madrid, Lyon og Dinamo Zagreb. Hann bíður spenntur eftir að fá að kljást við það verkefni. „Það verður gríðarlega spennandi, sérstaklega að fara á Bernabeu og spila á móti Real Madrid. Lyon er líka verðugur mótherji en þetta verður líka mjög erfitt gegn Dinamo Zagreb í Króatíu. Ég á von á því við munum keppa við Lyon og Zagreb um að komast áfram með Real Madrid. Við erum með gott lið og teljum að við eigum möguleika á að komast í 16-liða úrslitin." Hann neitar því ekki að það er spennandi tilhugsun að fá að spila á móti stórliði Real Madrid á Santiago Bernabeu. „Um þetta hefur maður dreymt frá því að maður var lítill - sérstaklega að fá að spila á móti mönnum eins og Cristiano Ronaldo sem er einn besti knattspyrnumaður heims." Kolbeinn fær þó væntanlega það verkefni að glíma við varnarmenn Real, eins og Portúgalann Pepe sem er afar umdeildur. „Pepe er harður í horn að taka og maður fær kannski eitthvað að taka á honum. Það verður bara gaman að fá að glíma við þessa kappa."
Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Sjá meira