Kolbeinn: Dreymt um að fá að spila gegn liði eins og Real Madrid Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Osló skrifar 2. september 2011 14:00 Kolbeinn Sigþórsson verður væntanlega í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Noregi í kvöld. Vísir hitti á hann í Osló í gær og ræddi við hann um tímabilið sem er fram undan hjá hollenska stórliðinu Ajax. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér. Klúbburinn er frábær og ég sjálfur er byrjaður að skora og liðið að vinna leiki. Þetta er því bara mjög jákvætt," sagði Kolbeinn en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan eða með því að smella hér. Kolbeinn kom til Ajax frá AZ Alkmaar nú í sumar og segir hann Ajax vera talsvert stærra félag. „Ajax er stórlið á evrópskan mælikvarða og stærsta liðið í Hollandi. Það er því munur á þessum tveimur félögum. AZ er mjög flottur klúbbur en Ajax er einn af þessum stóru og sér maður að það er smá munur þarna á milli." „Liðsfélagarnir hafa tekið mér mjög vel og ég get ekki kvartað yfir neinu enda allt eins og best verður á kosið." Ajax keppir í Meistaradeild Evrópu í vetur og lenti í riðli með Real Madrid, Lyon og Dinamo Zagreb. Hann bíður spenntur eftir að fá að kljást við það verkefni. „Það verður gríðarlega spennandi, sérstaklega að fara á Bernabeu og spila á móti Real Madrid. Lyon er líka verðugur mótherji en þetta verður líka mjög erfitt gegn Dinamo Zagreb í Króatíu. Ég á von á því við munum keppa við Lyon og Zagreb um að komast áfram með Real Madrid. Við erum með gott lið og teljum að við eigum möguleika á að komast í 16-liða úrslitin." Hann neitar því ekki að það er spennandi tilhugsun að fá að spila á móti stórliði Real Madrid á Santiago Bernabeu. „Um þetta hefur maður dreymt frá því að maður var lítill - sérstaklega að fá að spila á móti mönnum eins og Cristiano Ronaldo sem er einn besti knattspyrnumaður heims." Kolbeinn fær þó væntanlega það verkefni að glíma við varnarmenn Real, eins og Portúgalann Pepe sem er afar umdeildur. „Pepe er harður í horn að taka og maður fær kannski eitthvað að taka á honum. Það verður bara gaman að fá að glíma við þessa kappa." Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson verður væntanlega í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Noregi í kvöld. Vísir hitti á hann í Osló í gær og ræddi við hann um tímabilið sem er fram undan hjá hollenska stórliðinu Ajax. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér. Klúbburinn er frábær og ég sjálfur er byrjaður að skora og liðið að vinna leiki. Þetta er því bara mjög jákvætt," sagði Kolbeinn en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan eða með því að smella hér. Kolbeinn kom til Ajax frá AZ Alkmaar nú í sumar og segir hann Ajax vera talsvert stærra félag. „Ajax er stórlið á evrópskan mælikvarða og stærsta liðið í Hollandi. Það er því munur á þessum tveimur félögum. AZ er mjög flottur klúbbur en Ajax er einn af þessum stóru og sér maður að það er smá munur þarna á milli." „Liðsfélagarnir hafa tekið mér mjög vel og ég get ekki kvartað yfir neinu enda allt eins og best verður á kosið." Ajax keppir í Meistaradeild Evrópu í vetur og lenti í riðli með Real Madrid, Lyon og Dinamo Zagreb. Hann bíður spenntur eftir að fá að kljást við það verkefni. „Það verður gríðarlega spennandi, sérstaklega að fara á Bernabeu og spila á móti Real Madrid. Lyon er líka verðugur mótherji en þetta verður líka mjög erfitt gegn Dinamo Zagreb í Króatíu. Ég á von á því við munum keppa við Lyon og Zagreb um að komast áfram með Real Madrid. Við erum með gott lið og teljum að við eigum möguleika á að komast í 16-liða úrslitin." Hann neitar því ekki að það er spennandi tilhugsun að fá að spila á móti stórliði Real Madrid á Santiago Bernabeu. „Um þetta hefur maður dreymt frá því að maður var lítill - sérstaklega að fá að spila á móti mönnum eins og Cristiano Ronaldo sem er einn besti knattspyrnumaður heims." Kolbeinn fær þó væntanlega það verkefni að glíma við varnarmenn Real, eins og Portúgalann Pepe sem er afar umdeildur. „Pepe er harður í horn að taka og maður fær kannski eitthvað að taka á honum. Það verður bara gaman að fá að glíma við þessa kappa."
Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira