Enski boltinn

Nýr liðsmaður Arsenal skoraði þrennu fyrir Suður-Kóreu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Park Chu-Young, nýjasti framherji Arsenal, var á skotskónum í 6-0 sigri Suður-Kóreu á Líbanon í undankeppni HM 2014 í dag. Park skoraði þrjú mörk í leiknum.

Park, sem keyptur var til Arsenal frá AS Monaco undir lok félagaskiptagluggans, kom landsliði sínu í 2-0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Hann skoraði svo með frábærri afgreiðslu í síðari hálfleik og öruggur sigur í höfn.

Það eru góðar fréttir fyrir Arsene Wenger að Park sé heitur þessa dagana. Fróðlegt verður að sjá hvernig næsta byrjunarlið Arsenal mun líta út. Wenger mikinn á lokaandartökum félagaskiptagluggans og mörg ný andlit komin til félagsins.

Þetta var fyrsti leikurinn í B-riðli í undankeppninni en liðin eru í riðli með Kúveit og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×