Fótbolti

Celtic risið upp frá dauðum - tekur sæti Sion í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik Celtic og Sion.
Úr leik Celtic og Sion. Mynd/Nordic Photos/Getty
Skoska félagið Celtic verður með í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þrátt fyrir að liðið hafi dottið út fyrir FC Sion á dögunum. UEFA hefur dæmt svissneska liðið úr keppni fyrir að nota ólöglega leikmenn.

Celtic og FC Sion gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Glasgow en Sion vann seinni leikinn 3-1. Pascal Feindouno skoraði tvö mörk fyrir Sion í þeim leik en hann er einn af leikmönnum sem teljast vera ólöglegir að mati UEFA.

FIFA hafði sett Sion í félagsskiptabann en Svisslendingarnir nældu sér engu að síður í fimm nýja leikmenn í sumar.

Celtic kemur inn í I-riðilinn í stað Sion og verður því með Atletico Madrid, Udinese og Rennes í afar erfiðum riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×