Fótbolti

Fabregas kom inn á fyrir Xavi og skoraði tvö í 3-2 sigri á Chile

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas fagnar hér öðru marki sínu í kvöld.
Cesc Fabregas fagnar hér öðru marki sínu í kvöld. Mynd/AFP
Barcelona-maðurinn Cesc Fabregas var maðurinn á bak við 3-2 sigur Heims- og Evrópumeistara Spánverja á Chile í vináttulandsleik þjóðanna í kvöld en Chile-menn komust í 2-0 eftir 19 mínútur.

Mauricio Isla og Eduardo Vargas komu Chile í 2-0 snemma leiks og þannig var staðan í hálfleik. Það leit því allt út fyrir óvænt tap Heimsmeistaranna á heimavelli.

Andrés Iniesta minnkaði muninn í 2-1 á 54. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Xavi. Xavi fór síðan af velli á 64. mínútu og Cesc Fabregas kom inn á völlinn í staðinn.

Það tók Cesc Fabregas aðeins sex mínútur að jafna leikinn og hann skoraði síðan sigurmarkið á annarri mínútu í uppbótartíma. Iniesta lagði upp fyrra markið hans á 70. mínútu en það síðara kom eftir að Chile hafði misst Pablo Andrés Contreras af velli með rautt spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×