Fótbolti

Capello: Liðið getur gert enn betur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, var að vonum hæstánægður með 3-0 sigurinn gegn Búlgaríu í gær en hann segir að liði geti gert enn betur.

"Það eru mikil gæði hjá leikmönnum okkar. Þeir eru góðir tæknilega en geta gert enn betur," sagði Capello ákveðinn.

Athygli vakti að Capello valdi Scott Parker og Gareth Barry í byrjunarliðið en skildi Frank Lampard eftir á bekknum.

"Frank hefur alltaf verið mikilvægur fyrir landsliðið og það var erfitt að setja hann á bekkinn. Barry er í flottu formi en Lampard er ekki alveg kominn í sitt besta form."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×