Enski boltinn

Gerrard ætlar að þagga niður í efasemdarmönnunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool, er á góðum batavegi og segist sjaldan eða aldrei hafa liðið jafn vel og hann ætlar að sanna fyrir efasemdarmönnum að hann sé enn einn af betri leikmönnum enska úrvalsdeildarinnar.

Gerrard hefur ekkert spilað síðan í mars vegna meiðsla.

"Ég er í fínu standi og hefur aldrei liðið betur. Það er ekki yfir neinu að kvarta. Ég hef heyrt og lesið sögusagnir um að ég sé búinn að vera og verði aldrei sami leikmaðurinn og ég var. Það gefur mér aukahvatningu að heyra slíkt," sagði Gerrard.

"Ég ætla að standa mig með Liverpool og leiða liðið í vetur og vonandi náum við flottum árangri. Þetta verður skemmtilegur vetur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×