Fótbolti

Tékkar jöfnuðu í blálokin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fletcher skorar hér mark sitt í leiknum.
Fletcher skorar hér mark sitt í leiknum.
Skotar urðu af tveimur mikilvægum stigum í dag er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Tékkum. Tékkar jöfnuðu leikinn úr umdeildu víti á 90. mínútu.

Darren Fletcher lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Kenny Miller en Jaroslav Plasil jafnaði tólf mínútum fyrir leikslok.

Fimm mínútum síðar skoraði Fletcher og virtist vera að tryggja Skotum sigur. Michal Kadlec skoraði síðan lokamarkið úr vítinu umdeilda en þá féll Jan Rezek mjög auðveldlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×