Fótbolti

Löw gefur lykilmönnum frí

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Özil fær frí.
Özil fær frí.
Þeir Mesut Özil, Bastian Schweinsteiger og Manuel Neuer hafa allir verið sendir heim frá þýska landsliðinu. Þeir munu því ekki taka þátt í vináttuleiknum gegn Póllandi á þriðjudag.

Joachim Löw landsliðsþjálfari gefur leikmönnunum frí og ætlar að leyfa yngri og óreyndari mönnum að spreyta sig gegn Póllandi í Gdansk.

"Ég hef þá skoðun að það sé gott að gefa mönnum frí sem eru undir miklu álagi. Nú var tækifærið og verður gaman að sjá hvað ungu strákarnir gera í kjölfarið," sagði Löw.

Fastlega má búast við því að þeir Andre Schurrle, Mario Gotze og Ron-Robert Zieler fái að reyna sig í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×