Fótbolti

Ramsey: Við óttumst ekki enska landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ramsey og Bale fagna á föstudag.
Ramsey og Bale fagna á föstudag.
Aaron Ramsey, fyrirliði velska landsliðsins og leikmaður Arsenal, segir að strákarnir í velska landsliðinu hræðist ekki enska landsliðið en liðin mætast á þriðjudag.

Wales lagði Svartfjallaland á föstudag, 2-1, og sá sigur gefur strákunum hans Gary Speed byr undir báða vængi en liðið er í neðsta sæti G-riðils og hefur engu að tapa.

"Það var frábært að vinna á föstudag og við fáum mikið sjálfstraust með þessum sigri. Við sýndum gegn Svartfellingum hvað við getum og við mætum því óhræddir í leikinn gegn Englandi," sagði Ramsey kokhraustur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×