Fótbolti

Ítalska landsliðið er ekki Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Prandelli var ferskur fyrir leik í Færeyjum.
Prandelli var ferskur fyrir leik í Færeyjum.
Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur mátt þola harða gagnrýni eftir lélegan leik landsliðsins gegn Færeyjum. Ítalir rétt mörðu 1-0 sigur á Færeyingum.

Prandelli sættir sig við gagnrýnina og viðurkennir að ítalska liðið hefði líklega getað undirbúið sig betur fyrir leikinn.

"Er ég búinn að spá í að breyta taktíkinni? Já. Ég skil ekki þennan samanburð á okkur og Barcelona. Það kom ekki frá mér og hefur verið mikið ýkt," sagði Prandelli.

"Sumir leikir hjálpa okkur. Við finnum okkar takmörk. Þið blaðamenn verðið að átta ykkur á þvi að ítalska landsliðið er ekki Barcelona. Það er búið að byggja það lið upp og hlúa að því í mörg ár. Við erum rétt að byrja."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×