Enski boltinn

Sir Alex: Ekki segjum við að Carrick og Rio Ferdinand séu búnir að vera

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er ekki búinn að afskrifa Chelsea í baráttunni um enska meistaratitilinn. Chelsea hefur verið höfuðandstæðingur United undanfarin ár en lykilmenn liðsins eru nú farnir að eldast.

„Þeir eru með gríðarlega reynslu í leikmönnum eins og Frank Lampard, Didier Drogba, Petr Cech, John Terry, Alex, Nicolas Anelka og Fernando Torres. Það eru engir ungir strákar í liðinu," sagði Sir Alex Ferguson í viðtali við Inside United, stuðningsmannablað Manchester United.

„Þeir hafa samt ekki einhverja 36 eða 37 ára eins og Ryan Giggs. Lampard og Drogba eru 33 ára ekki ólíkt þeim [Michael] Carrick og Rio Ferdinand. Ekki segjum við að okkar menn séu búnir að vera og því ættu þeir að vera það. Þeir eru enn mikil ógn og við reiknum með þeim í titilbaráttunni," sagði Sir Alex.

Ferguson tjáði sig líka aðeins um André Villas-Boas, hinn 33 ára gamla stjóra Chelsea. „Ég veit ekki mikið um hann. Hann er ungur maður og það er stórt skref að fara úr portúgölsku deildinni yfir í ensku úrvalsdeildina. Með tíma og góðum stuðningi þá er allt hægt í þessu," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×