Enski boltinn

Gerrard: Ætlum að vera enn með í titilbaráttunni þegar tíu leikir eru eftir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur ekki verið í Liverpool-treyjunni í langan tíma.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur ekki verið í Liverpool-treyjunni í langan tíma. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gerir kröfur um það að Liverpool-liðið komst í Meistaradeildina og að liðið verði enn með í titilbaráttunni þegar tíu leikir eru eftir af tímabilinu. Fyrirliði Liverpool vonast til að snúa til baka í liðið um miðjan september en liðið hefur unnið þrjá af fjórum fyrstu leikjum tímabilsins án hans.

„Hvað varðar deildina þá er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að enda í einu af fjórum fyrstu sætunum. Það er mjög mikilvægt að koma félaginu aftur í Meistaradeildina. Við verðum að einbeita okkur að einum leik í einu og svo sjáum við betur um jólaleytið hvar við stöndum," sagði Steven Gerrard.

„Ég krossa fingur og vonast til að við séum enn með í titilbaráttunni þegar tíu leikir eru eftir. Það er allavega planið okkar," sagði Gerrard.

„Það var óásættanlegt að detta út fyrir Northampton í deildarbikarnum á síðasta ári og við ætlum í staðinn að komast alla leið í þeirri keppni á þessu tímabili. Það væri svo gaman að geta sett bikar í fremstu hurðina á bikarsafninu," sagði Gerrard.

„Enski bikarinn er líka stórt takmark fyrir okkur. Við höfum átt góðar minningar úr þeirri keppni og ég myndi elska að fá að spila annan bikarúrslitaleik. Það er kominn tími á að við komumst á nýja Wembley," sagði Gerrard.

„Eigendurnir hafa verið frábærir og hafa stutt vel við bakið á Kenny. Damien Comolli og Kenny hafa líka staðið sig vel á markaðnum. Þeir hafa líka losað okkur við leikmenn sem voru ekki inn í myndinni og sátu á góðum samingum. Svo hafa þeir keypt gæðaleikmenn sem eru hungraðir í árangur og vilja gera vel fyrir þetta félag. Ég er því mjög ánægður með leikmannahópinn," sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×