Enski boltinn

Raul Meireles: Fólkið kallar mig Júdas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez og Raul Meireles fagna hér saman marki í síðasta sinn.
Luis Suarez og Raul Meireles fagna hér saman marki í síðasta sinn. Mynd/Nordic Photos/Getty
Raul Meireles, nýr leikmaður Chelsea og fyrrum leikmaður Liverpool, heldur því fram að peningar hafi engu máli skipt þegar hann óskaði eftir því að vera seldur til Lundúna í síðustu viku. Stuðningsmenn Liverpool hafa margir brugðist illa við þessum fréttum og kallað leikmanninn Júdas.

„Fólkið kallar mig Júdas og segir að peningarnir hafi drifið mig áfram. Peningar skiptu mig engu máli," sagði Raul Meireles í útvarpsviðtali í Portúgal.

„Ég mun skýra þetta betur seinna en það er ekki bara mér að kenna að ég sé farinn frá Liverpool," sagði þessi 28 ára gamli Portúgali.

„Þetta gerðist allt mjög hratt en ég mun aldrei hætt að elska Liverpool og ég á marga góða vini þar. Það sem er mikilvægast fyrir mig í dag er að gefa allt mitt og reyna að hjálpa Chelsea að vinna titla. Svona hlutir gerast í boltanum en ég átti frábært ár með Liverpool," sagði Meireles






Fleiri fréttir

Sjá meira


×