Enski boltinn

Litríkur ferill Roy Keane hjá Manchester United - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Keane og Sir Alex Ferguson.
Roy Keane og Sir Alex Ferguson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roy Keane er á leiðinni til Íslands þar sem hann mun fara í viðræður við íslenska knattspyrnusambandið um að taka að sér starf landsliðsþjálfara karla eins og fram kom á Vísi í morgun.

Roy Keane á að baki frábæran fótboltaferil þar sem hann var í hópi bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar í langan tíma auk þess að vera mikið í sviðsljósinu vegna keppnishörku og skapofsa síns inn á vellinum.

Keane lék alls 480 leiki og skoraði 51 mark fyrir Manchester United á árunum 1993 til 2005. Hann vann 17 titla með félaginu þar af enska meistaratitilinn sjö sinnum, enska bikarinn fjórum sinnum og Meistaradeildina einu sinni.

Roy Keane var fyrirliði Manchester United frá 1997 til 2005 og vann fleiri bikara en nokkur annar fyrirliði í sögu félagsins.

Hér fyrir neðan má sjá myndsafn frá sigursælum árum Roy Keane á Old Trafford. Myndirnar koma úr Getty-myndabankanum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×