Enski boltinn

Malbranque á ekki son - hvað þá fársjúkan son

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steed Malbranque í leik með Sunderland.
Steed Malbranque í leik með Sunderland. Nordic Photos / Getty Images
Steed Malbranque hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann furðar sig á þeim fréttum að hann hafi lagt knattspyrnuskóna á hilluna til að hugsa um krabbameinssjúkan son sinn.

Yfirlýsingin kom frá lögfræðingi hans og birtist á heimasíðu enska úrvalsdeildarfélagsins Sunderland. Þar er staðfest að Malbranque á ekki son og að enginn í hans nánustu fjölskyldu eigi við alvarleg veikindi að stríða.

„Steed vill fullvissa alla vini sína í Englandi og víða um heim að þessar fréttir eiga ekki stoð í raunveruleikanum,“ sagði í yfirlýsingunni. „Steed á ekki son og allir í hans nánustu fjölskyldu eru við góða heilsu. Steed veit ekki hvaðan þessar sögur komu en vill leggja áherslu á að þær eru rangar.“

Malbranque samdi við franska félagið AS Saint-Étienne í síðasta mánuði eftir tíu ára dvöl í Englandi þar sem hann lék með Fulham, Tottenham og Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×