Fótbolti

Brassar unnu 1-0 sigur á Gana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldinho í leiknum í kvöld.
Ronaldinho í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Ronaldinho var í byrjunarliði brasilíska landsliðsins sem vann í kvöld 1-0 sigur á Gana í vináttulandsleik á Craven Cottage-vellinum í Lundúnum.

Leandro Damiao skoraði eina mark leiksins en Brasilíumenn munu hafa verið langt frá sínu besta og leikurinn engin mikil skemmtun.

Þetta var fyrsti landsleikur Ronaldinho í tæpt ár en hann hefur leikið með Flamengo í heimalandinu undanfarna mánuði og staðið sig vel.

Damiao skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiksins eftir sendingu frá Fernandinho. Þá hafði þegar fækkað í liði Ganverja en Daniel Opare fékk að líta rauða spjaldið strax á 32. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×