Fótbolti

Ungir Englendingar í banastuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn enska U-21 liðsins fagna í kvöld.
Leikmenn enska U-21 liðsins fagna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Enska U-21 landsliðið vann í kvöld 4-1 sigur á Ísrael í vináttulandsleik í Englandi. Enska liðið er með Íslandi í riðli í undankeppni EM og kemur hingað til lands í næsta mánuði.

Martyn Waghorn, Marvin Sordell, Nathan Delfouneso og Henri Lansbury skoruðu mörk Englands í kvöld. Þeir ensku lentu reyndar undir á 25. mínútu er Ísraelar komust yfir með marki Mohammad Klibat.

England hóf keppni í undankeppninni á fimmtudaginn með 6-0 sigur á Aserbaídsjan en á sama tíma vann Ísland sigur á Belgíu, 2-1.

Margir af lykilmönnum enska liðsins fengu frí í kvöld en Stuart Pearce, þjálfari Englands, gerði níu breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×