Enski boltinn

Enn fleiri slæmar fréttir af Arsenal-liðinu - Vermaelen frá í mánuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Vermaelen.
Thomas Vermaelen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það virðist ekkert vera að birta til á Emirates-leikvanginum í London því nú hefur varafyrirliðinn Thomas Vermaelen bæst á langtíma sjúkralistann. Belgíski miðvörðurinn þurfti að fara í litla aðgerð á ökkla og verður frá í einn mánuð.

Fréttirnar af Thomas Vermaelen koma daginn eftir að ljóst var að Jack Wilshere komi ekki til baka úr sínum ökklameiðslum fyrr en í jólamánuðinum. Wilshere hefur ekkert spilað á þessu tímabili sem hefur byrjað skelfilega hjá lærisveinum Arsene Wenger.

Thomas Vermaelen, sem var lítið með á síðasta tímabili vegna vandræða með hásin, meiddist á ökkla í leik gegn Udinese í forkeppni Meistaradeildarinnar. Hann mun væntanlega missa af eftirtöldum leikjum:  Swansea (heima), Borussia Dortmund (úti), Blackburn (úti), Shrewsbury (heima), Bolton (heima), Olympiakos (heima) og Tottenham (úti).

Í tilkynningu frá Arsenal kemur fram að meiðsli Vermaelen í fyrravetur hafi ekkert með þessi meiðsli að gera.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×