Fótbolti

Higuain skoraði tvö og Messi lagði upp tvö í sigri Argentínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi sést hér umkringdur í leiknum í dag.
Lionel Messi sést hér umkringdur í leiknum í dag. Mynd/AFP
Gonzalo Higuain og Lionel Messi voru mennirnir á bak við 3-1 sigur Argentínu á Nígeríu í vináttulandsleik í Bangladess í dag. Higuain skoraði tvö mörk í leiknum en Messi lagði upp fyrstu tvö mörkin.

Gonzalo Higuain kom Argentínu í 1-0 á 24. mínútu eftir laglegt samspil við Lionel Messi og tveimur mínútum síðar bætti Ángel Di María við marki þegar hann fylgdi á eftir skoti Messi.

Varamaðurinn Chinedu Obasi minnkaði muninn fyrir Nígeríu eftir sendingu frá fyrirliðanum John Mikel Obi en Higuain innsiglaði sigur Argentínu á 65. mínútu eftir að hafa fengiðs sendingu frá Ángel Di María.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×