Fótbolti

Giampaolo Pazzini skaut ítalska landsliðinu inn á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giampaolo Pazzini.
Giampaolo Pazzini. Mynd/Nordic Photos/Getty
Giampaolo Pazzini, eða sá geðveiki eins og stuðningsmenn INter kalla hann, tryggði Ítölum sæti í úrslitakeppni EM þegar hann skoraði sigurmark liðsins á móti Slóveníu í undankeppni EM í kvöld. Ítalir voru önnur þjóðin til þess að komast upp úr undankeppninni en Þjóðverjar tryggðu sér sigur í sínum riðli á föstudaginn var.

Giampaolo Pazzini skroaði markið sitt fimm mínútum fyrir leikslok en hann kom inn á sem varamaður fyrir Antonio Cassano á 61. mínútu. Þetta er annar 1-0 sigur ítala á fimm dögum því Cassano tryggði þeim 1-0 sigur í Færeyjum á föstudaginn.

Ítalir hafa náð í 22 stig af 24 mögulegum í riðlinum og eru með átta stiga forskot á Serba þegar bæði lið eiga bara tvo leiki eftir. Serbar unnu 3-1 sigur á Færeyjum í kvöld.

Eistar komust upp fyrir Slóvena og upp í þriðja sætið með 3-1 sigri á Norður-Írum. Eistland og Slóvenía eiga hinsvegar bara einn leik eftir og það lítur því út fyrir að Serbar séu á leiðinni í umspilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×