Fótbolti

Sakar Kristinn um hlutdrægni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Darren Fletcher tekur hér umrædda vítaspyrnu í leiknum.
Darren Fletcher tekur hér umrædda vítaspyrnu í leiknum. Nordic Photos / Getty Images
Marius Zaliukas, leikmaður litháíska landsliðsins, segir að Kristinn Jakobsson hafi dæmt með Skotumm í leik liðanna á Hampden Park á þriðjudagskvöldið.

Á föstudaginn gerðu Skotar 2-2 jafntefli við Tékka og voru leikmenn liðsins öskureiðir út í Hollendinginn Kevin Bloom sem dæmdi leikinn.

Kristinn dæmdi Skotum vítaspyrnu í leiknum en Darren Fletcher misnotaði hana. Skotar unnu þó á endanum 1-0 sigur en Zaliukas segir að Kristinn hafi orðið fyrir áhrifum af umræðunni eftir síðasta leik Skota.

„Þeir voru búnir að væla undan dómgæslu alla vikuna og hann hjálpaði þeim örlítið,“ sagði Zaliukas við fjölmiðla eftir leikinn. „Það er mín skoðun að dómarinn hjálpaði þeim.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×