Fótbolti

Norska landsliðið fór út á lífið eftir sigurinn á Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Egil Drillo Olsen fagnaði vel í leikslok á Íslandsleiknum og leyfði leikmönnum sínum síðan að fagna sigrinum um kvöldið.
Egil Drillo Olsen fagnaði vel í leikslok á Íslandsleiknum og leyfði leikmönnum sínum síðan að fagna sigrinum um kvöldið. Mynd/AFP
Norsku landsliðsmennirnir fengu leyfi til að fara út á lífið eftir sigurinn á móti Íslandi á föstudagskvöldið. Leikmennirnir mátti meira að segja neyta áfengis innan skynsamlega marka þótt að það væru aðeins fjórir dagar í gríðarlega mikilvægan leik á móti Dönum.

Norðmenn töpuðu sannfærandi á móti Dönum og eru nú í allt annarri og verri stöðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar.

Nils Johan Semb, formaður félagasamtaka úrvalsdeildarliðanna, var með í för og staðfesti það í útvarpsviðtali að leikmenn hefðu mátt skella sér í bæinn en talaði um að leikmenn hafi fengið "frelsi með ábyrgð".

Heimildir fjölmiðla í Noregi herma að sumir leikmenn hafi verið niðri í bæ til fjögur um nóttina og einhverjir hafi síðan haldið í partý í heimahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×