Dalglish: Coates fær tíma til að aðlagast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. september 2011 10:45 Comolli og Coates við undirritun samnings þess síðarnefnda. Nordic Photos / Getty Images Kenny Dalglish segir að varnarmaðurinn Sebastian Coates fái nægan tíma til að aðlagast sínu nýja lífi hjá Liverpool í Englandi. Félagið keypti Coates á dögunum frá Nacional í heimalandi hans, Úrúgvæ. Coates sló í gegn á Copa America í sumar og var valinn besti ungi leikmaður keppninnar. Hann var lykilmaður í vörn Úrúgvæ sem fór alla leið og vann keppnina. „Við erum hæstánægðir með að hafa fengið hann. Viðurkenningin sem hann fékk á Copa America segir sitt miðað við að Alexis Sanchez var seldur til Barcelona fyrir 40 milljónir evra. Hann hlýtur að hafa staðið sig mjög vel,“ sagði Dalglish við enska fjölmiðla. „Við þurfum bara að gefa honum tíma til að aðlagast og gerum við það með bros á vör.“ Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, hefur fylgst með Coates undanfarin tvö ár en hann hafði nóg fyrir stafni í sumar. Auk þess að kaupa Coates hafði hann yfirumsjón með kaupunum á Jordan Henderson, Charlie Adam, Stewart Downing, Alexander Doni og Jose Enrique. Að ógleymdum Craig Bellamy sem kom að láni frá Manchester City. Þar að auki fóru sextán leikmenn frá félaginu í sumar, ýmist seldir eða lánaðir til annarra félaga. Dalglish hrósaði Comolli sérstaklega fyrir hans framlag. „Hann hefur staðið sig ótrúlega vel enda tók þetta mikið á fyrir alla þá sem áttu hlut að máli. Damien er nú í fríi í nokkra daga og á hann það svo sannarlega skilið.“ „En ég vil taka það fram að þeir drengir sem fóru frá félaginu voru frábærir og komu upp engin vandamál í tengslum við það. Þeir eiga hrós skilið og ég óska þeim alls hins besta.“ Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Kenny Dalglish segir að varnarmaðurinn Sebastian Coates fái nægan tíma til að aðlagast sínu nýja lífi hjá Liverpool í Englandi. Félagið keypti Coates á dögunum frá Nacional í heimalandi hans, Úrúgvæ. Coates sló í gegn á Copa America í sumar og var valinn besti ungi leikmaður keppninnar. Hann var lykilmaður í vörn Úrúgvæ sem fór alla leið og vann keppnina. „Við erum hæstánægðir með að hafa fengið hann. Viðurkenningin sem hann fékk á Copa America segir sitt miðað við að Alexis Sanchez var seldur til Barcelona fyrir 40 milljónir evra. Hann hlýtur að hafa staðið sig mjög vel,“ sagði Dalglish við enska fjölmiðla. „Við þurfum bara að gefa honum tíma til að aðlagast og gerum við það með bros á vör.“ Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, hefur fylgst með Coates undanfarin tvö ár en hann hafði nóg fyrir stafni í sumar. Auk þess að kaupa Coates hafði hann yfirumsjón með kaupunum á Jordan Henderson, Charlie Adam, Stewart Downing, Alexander Doni og Jose Enrique. Að ógleymdum Craig Bellamy sem kom að láni frá Manchester City. Þar að auki fóru sextán leikmenn frá félaginu í sumar, ýmist seldir eða lánaðir til annarra félaga. Dalglish hrósaði Comolli sérstaklega fyrir hans framlag. „Hann hefur staðið sig ótrúlega vel enda tók þetta mikið á fyrir alla þá sem áttu hlut að máli. Damien er nú í fríi í nokkra daga og á hann það svo sannarlega skilið.“ „En ég vil taka það fram að þeir drengir sem fóru frá félaginu voru frábærir og komu upp engin vandamál í tengslum við það. Þeir eiga hrós skilið og ég óska þeim alls hins besta.“
Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira