Enski boltinn

Welbeck byrjar að æfa eftir helgi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Welbeck er hann meiddist.
Welbeck er hann meiddist.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur greint frá því að framherjinn ungi, Danny Welbeck, verði mættur aftur á æfingar hjá félaginu eftir helgina.

Welbeck tognaði aftan í læri í 8-2 sigrinum á Arsenal og þá var talið að Welbeck yrði frá í heilan mánuð. Batinn hefur aftur á móti verið góður og þessi tvítugi strákur er að verða klár á nýjan leik.

"Danny er allur að koma til og meiðslin sem betur fer ekki eins alvarleg og óttast var," sagði Ferguson.

Antonio Valencia getur leikið með United á morgun gegn Bolton en Nemanja Vidic og Rafael eru enn frá vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×