Enski boltinn

Ferguson og Dzeko bestir í ágúst

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stjóri mánaðarins í 26. skiptið.
Stjóri mánaðarins í 26. skiptið. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, og Edin Dzeko hjá Manchester City voru valdir menn ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester-liðin hafa farið á kostum í upphafi tímabilsins og skorað samanlagt 25 mörk í fyrstu þremur leikjum sínum.

United vann síðast 8-2 sigur á Arsenal á heimavelli en bæði lið eru vitanlega með fullt hús stiga.

Enginn hefur verið útnefndur knattspyrnustjóri mánaðarins oftar en Ferguson sem er nú að fá þessa viðurkenningu í 26. skiptið á ferlinum.

Þetta er hins vegar í fyrsta skiptið sem Dzeko er valinn besti leikmaðurinn en hann hefur skorað sex mörk á tímabilinu til þessa, þar af fjögur í 5-1 sigri City á Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×