Innlent

Margar leiðir færar án Evrópusambandsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framsóknarflokksins. Mynd/ GVA.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framsóknarflokksins. Mynd/ GVA.
Það eru margar aðrar leiðir til að skapa stöðugleika í efnahagslífinu á Íslandi aðrar en þær að ganga inn í Evrópusambandið, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.

Í samtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun nefndi Sigmundur Davíð þrennt sem hafa þyrfti í huga við skipulagningu efnahagsmála.

Í fyrsta lagi væru fjárlög núna unnin til eins árs í einu en ekki til langs tíma, svo sem fimm eða tíu ára. Með því að vinna fjárlög til skamms tíma væri ekki hægt að gera áætlanir fram í tímann, heldur einungis til eins árs í senn

Í öðru lagi þyrftu menn að gera sér grein fyrir því að fjárfesting innanlands og innflutningur væri ekki sami hluturinn og hefði ólík áhrif á hagkerfið. Peningum sem eytt væri innanlands myndi í langfelstum tilfellum skila sér aftur til ríkisins. Aftur á móti væri mikilvægt að hafa jafnvægi á innflutningi og útflutningi.

„Nú svo þurfum við líka að líta á heildaráhrif ákvarðana. Einungis þannig getum við tekið ákvarðanir um það sem ríkið á að fjárfesta í," segir Sigmundur Davíð. Hugsanlega sé verið að fjárfesta í hlutum sem skila ríkinu litlum arði þegar hægt væri að fjárfesta annarsstaðar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.