Fótbolti

Socrates á batavegi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Socrates í leik með Brasilíu á HM 1986.
Socrates í leik með Brasilíu á HM 1986. Nordic Photos / Getty Images
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Socrates er á batavegi eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í síðustu viku með magablæðingar.

Hann hefur komið fram í brasilískum fjölmiðlum og lýst því yfir að hann hafi það gott. „Fyrstu tveir dagarnir voru brjálaðir en mér gengur vel og er þegar byrjaður í sjúkraþjálfun,“ sagði hann.

„Ég verð kominn aftur heim á laugardaginn. Þá mun ég njóta þess á ný að geta spilað tennis og tekið langa göngutúra.“

Socrates er 57 ára gamall og hefur verið starfandi sem læknir síðustu ár. Hann er einnig með doktorsgráðu í heimspeki.

Hann er einn þekktasti knattspyrnumaður heims síðari ára en hann lék með landsliði Brasilíu á bæði HM 1982 og 1986. Hann lék með Corinthians, Botafago, Flamengo, Santos og Fiorentina á ferlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×