Riðlarnir í Evrópudeildinni - Eiður á slóðir föður síns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2011 10:22 Porto er núverandi meistari í Evrópudeild UEFA. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í AEK Aþenu drógust í riðil með Anderlecht frá Belgíu sem Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs, spilaði með á árum áður við góðan orðstír. Dregið var í riðla í Evrópudeildinni í hádeginu. AEK Aþena, sem Elfar Freyr Helgason er einnig á mála hjá, og Anderlecht eru í L-riðli ásamt rússneska liðinu Lokomotiv Moskvu og Sturm Graz frá Austurríki. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar drógust í G-riðil. Þar mæta þeir Metalist Kharkiv frá Úkraínu, Austria Vín frá Austurríki og Malmö FF frá Svíþjóð. Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen liðsmenn FC Kaupmannahafnar eru í B-riðli ásamt Standard Liege frá Belgíu, Hannover frá Þýskalandi og Vorskla Poltava frá Úkraínu. Rúrik Gíslason og félagar í OB Odense drógust í K-riðil. Þar mæta þeir Twente frá Hollandi, Fulham frá Englandi og Wisla Krakow frá Póllandi. 48 lið taka þátt í riðlakeppninni en forkeppninni lauk í gær. Liðunum er skipt í tólf fjögurra liða riðla. Tvö efstu liðin komast svo áfram í 32-liða úrslit keppninnar en þá bætast í hópinn þau átta lið sem urðu í þriðja sæti sinna riðla í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. RiðlarnirA-RIÐILL 1. Tottenham Hotspur (Englandi) 2. Rubin Kazan (Rússlandi) 3. PAOK Saloniki (Grikklandi) 4. Shamrock Rovers (Írland)B-RIÐILL 1. FC Kaupmannahöfn (Danmörku) 2. Standard Liege (Belgíu) 3. Hannover (Þýskalandi) 4. Vorskla Poltava (Úkraínu)C-RIÐILL 1. PSV Eindhoven (Hollandi) 2. Hapoel Tel-Aviv (Tyrklandi) 3. Rapid Búkarest (Rúmeníu) 4. Legia Varsjá (Póllandi)D-RIÐILL 1. Sporting Lissabon (Portúgal) 2. Lazio (Ítalíu) 3. Zürich (Sviss) 4. Vaslui (Rúmeníu)E-RIÐILL 1. Dynamo Kiev (Úkraínu) 2. Beşiktaş (Tyrklandi) 3. Stoke City (Englandi) 4. Maccabi Tel-Aviv (Ísrael)F-RIÐILL 1. Paris Saint-Germain (Frakklandi) 2. Athletic Bilbao (Spáni) 3. Salzburg (Austurríki) 4. Slovan Bratislava (Slóvakíu)G-RIÐILL 1. AZ Alkmaar (Hollandi) 2. Metalist Kharkiv (Úkraínu) 3. Austria Vín (Austurríki) 4. Malmö FF (Svíþjóð)H-RIÐILL 1. Braga (Portúgal) 2. Club Brugge (Belgíu) 3. Birmingham (Englandi) 4. Maribor (Slóveníu)I-RIÐILL 1. Atletico Madrid (Spáni) 2. Udinese (Ítalíu) 3. Rennes (Frakklandi) 4. Sion (Sviss)J-RIÐILL 1. Schalke (Þýskalandi) 2. Steaua Búkarest (Rúmeníu) 3. Maccabi Haifa (Ísrael) 4. AEK Larnaca (Kýpur)K-RIÐILL 1. Twente (Hollandi) 2. Fulham (Englandi) 3. OB Odense (Danmörku) 4. Wisła Krakow (Póllandi)L-RIÐILL 1. Anderlecht (Belgíu) 2. AEK Aþenu (Grikklandi) 3. Lokomotiv Moskva (Rússlandi) 4. Sturm Graz (Austurríki) Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í AEK Aþenu drógust í riðil með Anderlecht frá Belgíu sem Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs, spilaði með á árum áður við góðan orðstír. Dregið var í riðla í Evrópudeildinni í hádeginu. AEK Aþena, sem Elfar Freyr Helgason er einnig á mála hjá, og Anderlecht eru í L-riðli ásamt rússneska liðinu Lokomotiv Moskvu og Sturm Graz frá Austurríki. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar drógust í G-riðil. Þar mæta þeir Metalist Kharkiv frá Úkraínu, Austria Vín frá Austurríki og Malmö FF frá Svíþjóð. Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen liðsmenn FC Kaupmannahafnar eru í B-riðli ásamt Standard Liege frá Belgíu, Hannover frá Þýskalandi og Vorskla Poltava frá Úkraínu. Rúrik Gíslason og félagar í OB Odense drógust í K-riðil. Þar mæta þeir Twente frá Hollandi, Fulham frá Englandi og Wisla Krakow frá Póllandi. 48 lið taka þátt í riðlakeppninni en forkeppninni lauk í gær. Liðunum er skipt í tólf fjögurra liða riðla. Tvö efstu liðin komast svo áfram í 32-liða úrslit keppninnar en þá bætast í hópinn þau átta lið sem urðu í þriðja sæti sinna riðla í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. RiðlarnirA-RIÐILL 1. Tottenham Hotspur (Englandi) 2. Rubin Kazan (Rússlandi) 3. PAOK Saloniki (Grikklandi) 4. Shamrock Rovers (Írland)B-RIÐILL 1. FC Kaupmannahöfn (Danmörku) 2. Standard Liege (Belgíu) 3. Hannover (Þýskalandi) 4. Vorskla Poltava (Úkraínu)C-RIÐILL 1. PSV Eindhoven (Hollandi) 2. Hapoel Tel-Aviv (Tyrklandi) 3. Rapid Búkarest (Rúmeníu) 4. Legia Varsjá (Póllandi)D-RIÐILL 1. Sporting Lissabon (Portúgal) 2. Lazio (Ítalíu) 3. Zürich (Sviss) 4. Vaslui (Rúmeníu)E-RIÐILL 1. Dynamo Kiev (Úkraínu) 2. Beşiktaş (Tyrklandi) 3. Stoke City (Englandi) 4. Maccabi Tel-Aviv (Ísrael)F-RIÐILL 1. Paris Saint-Germain (Frakklandi) 2. Athletic Bilbao (Spáni) 3. Salzburg (Austurríki) 4. Slovan Bratislava (Slóvakíu)G-RIÐILL 1. AZ Alkmaar (Hollandi) 2. Metalist Kharkiv (Úkraínu) 3. Austria Vín (Austurríki) 4. Malmö FF (Svíþjóð)H-RIÐILL 1. Braga (Portúgal) 2. Club Brugge (Belgíu) 3. Birmingham (Englandi) 4. Maribor (Slóveníu)I-RIÐILL 1. Atletico Madrid (Spáni) 2. Udinese (Ítalíu) 3. Rennes (Frakklandi) 4. Sion (Sviss)J-RIÐILL 1. Schalke (Þýskalandi) 2. Steaua Búkarest (Rúmeníu) 3. Maccabi Haifa (Ísrael) 4. AEK Larnaca (Kýpur)K-RIÐILL 1. Twente (Hollandi) 2. Fulham (Englandi) 3. OB Odense (Danmörku) 4. Wisła Krakow (Póllandi)L-RIÐILL 1. Anderlecht (Belgíu) 2. AEK Aþenu (Grikklandi) 3. Lokomotiv Moskva (Rússlandi) 4. Sturm Graz (Austurríki)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira