Fótbolti

Lionel Messi tryggði Barcelona Ofurbikarinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og Xavi.
Lionel Messi og Xavi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lionel Messi skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara fyrir Cesc Fabregas þegar Barcelona vann 2-0 sigur á Porto og tryggði sér Ofurbikarinn í Mónakó í kvöld. Barcelona hefur því þegar tryggt sér tvo titla á þessu tímabili því liðið vann einnig spænska Ofurbikarinn á dögunum.

Porto-liðið fékk tvö rauð spjöld undir lokin, Rolando fékk fyrst sitt annað gula spjld fyrir að brjóta á Lionel Messi í hraðri sókn og svo fékk Freddy Guarin beint rautt spjald fyrir brot á Javier Mascherano.

Lionel Messi skoraði fyrra markið á 39. mínútu leiksins þegar hann nýtti sér misheppnaða sendingu aftur til markvarðara Porto. Messi lék þá skemmtilega á Helton markvörð Porto og skoraði í tómt markið.

Cesc Fabregas kom inn á sem varamaður fyrir Pedro Rodríguez á 80. mínútu og átta mínútum síðar kom hann Barcelona í 2-0 eftir að hafa fengið frábæra sendingu inn fyrir frá Lionel Messi.

Þetta er í fjórða sinn sem Barcelona vinnur þennan Ofurbikar en liðið vann hann líka fyrir tveimur árum.

Barcelona vann líka þarna tólfta titilinn sinn undir stjórn Josep Guardiola, þjálfara Barcelona, sem bætti með því met Johan Cruyff.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×