Segist saklaus af njósnum - sérsveit í viðbragðsstöðu vegna handtöku 27. ágúst 2011 11:35 Sérsveitarmaður. Athugið að myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint. „Ég er gjörsamlega saklaus af njósnum, þessi ákæra er röng," segir Þorsteinn Húnbogason, sem hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum. Hann er sakaður um að hafa komið fyrir fyrir ökurita í Skoda Octavia bíl sem fyrrum sambýliskona hans, Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, notaði, án vitneskju hennar, og er grunaður um að hafa fylgst þannig með ferðum hennar. Bifreiðin var í eigu Þorsteins en samkvæmt ökutækjaskrá er hún skráð á son þeirra. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Þorsteinn vill ekki tjá sig mikið um málið, „mér þykir vænna um Siv en að ég fari í einhvern leðjuslag við hana í fjölmiðlum," segir hann. Þorsteinn er hinsvegar ósáttur við framgöngu lögreglunnar. Hann segir viðbúnaðinn vegna málsins hafa verið óeðlilega mikinn. Meðal annars hafi sérsveitarmenn hefðu verið í viðbragðsstöðu þegar hann var færður til skýrslutöku, þó svo að sérsveitarmenn hafi ekki þurft að liðsinna lögreglumönnunum á heimili Þorsteins umrætt kvöld. „Þeir komu þarna mér að óvörum á föstudagskvöldi. Ég var að fara verka jólagæsina þegar þeir birtast mér sem Vottar Jehóvar við dyrnar," segir Þorsteinn þegar hann lýsir kvöldinu sem lögreglan bankaði upp á dyrnar hjá honum. Þorsteini var brugðið þegar lögreglan tilkynnti honum að hann yrði að fara með þeim niður á lögreglustöð í skýrslutöku. Hann segir samskipti sín við lögregluna hafa verið undarleg, og stendur í þeirri trú að það hafi verið brotið á hans eigin friðhelgi í þeim samskiptum. Ákæran á hendur Þorsteini verður þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum. Tengdar fréttir Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
„Ég er gjörsamlega saklaus af njósnum, þessi ákæra er röng," segir Þorsteinn Húnbogason, sem hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum. Hann er sakaður um að hafa komið fyrir fyrir ökurita í Skoda Octavia bíl sem fyrrum sambýliskona hans, Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, notaði, án vitneskju hennar, og er grunaður um að hafa fylgst þannig með ferðum hennar. Bifreiðin var í eigu Þorsteins en samkvæmt ökutækjaskrá er hún skráð á son þeirra. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Þorsteinn vill ekki tjá sig mikið um málið, „mér þykir vænna um Siv en að ég fari í einhvern leðjuslag við hana í fjölmiðlum," segir hann. Þorsteinn er hinsvegar ósáttur við framgöngu lögreglunnar. Hann segir viðbúnaðinn vegna málsins hafa verið óeðlilega mikinn. Meðal annars hafi sérsveitarmenn hefðu verið í viðbragðsstöðu þegar hann var færður til skýrslutöku, þó svo að sérsveitarmenn hafi ekki þurft að liðsinna lögreglumönnunum á heimili Þorsteins umrætt kvöld. „Þeir komu þarna mér að óvörum á föstudagskvöldi. Ég var að fara verka jólagæsina þegar þeir birtast mér sem Vottar Jehóvar við dyrnar," segir Þorsteinn þegar hann lýsir kvöldinu sem lögreglan bankaði upp á dyrnar hjá honum. Þorsteini var brugðið þegar lögreglan tilkynnti honum að hann yrði að fara með þeim niður á lögreglustöð í skýrslutöku. Hann segir samskipti sín við lögregluna hafa verið undarleg, og stendur í þeirri trú að það hafi verið brotið á hans eigin friðhelgi í þeim samskiptum. Ákæran á hendur Þorsteini verður þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum.
Tengdar fréttir Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42