Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. ágúst 2011 18:42 Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. Ákæran var gefin út í júní síðastliðnum en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum fyrir að hafa án heimildar komið fyrir svokölluðum ökurita með GPS tæki í bíl sem Siv hafði til umráða án vitneskju hennar og gat hann þannig fylgst með ferðum bílsins, sem er af gerðinni Skoda Octavia, og þar með hennar sjálfrar. Siv hefur haft bílinn til umráða en Þorsteinn eigandi hans og eftir því sem fréttastofa kemst næst lítur hann svo á að honum hafi verið heimilt að koma búnaðinum fyrir. Hvorugt þeirra er hins vegar skráð fyrir bílnum í Ökutækjaskrá. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Siv hafa fundið ökuritann og kært málið til lögreglu í kjölfarið. Grunsemdir munu hafa vaknað þegar sambýlismaðurinn fyrrverandi virtist vita um allar ferðir hennar. Þau Þorsteinn voru ekki gift en höfðu verið í sambúð 26 ár. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Ökuritinn er síðan tengdur tölvu þannig að notandinn getur fylgst með ferðum bílsins aftur í tímann, frá því að ökuritanum er komið fyrir. Með GPS tengingu, eins og í umræddu tilviki, er hægt að fylgjast nákvæmlega með ferðum bílsins. Rannsókn málsins stóð yfir hluta síðasta vetrar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var Þorsteinn meðal annars boðaður í skýrslutöku og samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttur á heimili sitt af þónokkru liði lögreglumanna. Samkvæmt heimildum hefur Þorsteinn haldið því fram að hann hafi ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar hjá lögreglu. Á rannsóknarstigi málsins kærði Þorsteinn úrskurð Héraðsdóms um afhendingu gagna úr ökuritanum til Hæstaréttar, en gögnin voru í tölvu í eigu Þorsteins. Meirihluti Hæstaréttar, þrír dómarar af fimm, staðfesti úrskurð þess efnis 23. mars á þessu ári. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur vegna rannsóknarhagsmuna og hann er því ekki að finna á vef Hæstaréttar. Að lokinni rannsókn var gefin út ákæra á hendur Þorsteini vegna brots á IX. kafla fjarskiptalaga (vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs) og verður ákæran, samkvæmt dagskrá Héraðsdóms, þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur Þorsteinn einnig kært Siv til lögreglu. Rannsókn á hinum meintu brotum hennar var felld niður hjá lögreglu í desember á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn Húnbogason sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Þá varð verjandi hans ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni í dag. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. Ákæran var gefin út í júní síðastliðnum en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum fyrir að hafa án heimildar komið fyrir svokölluðum ökurita með GPS tæki í bíl sem Siv hafði til umráða án vitneskju hennar og gat hann þannig fylgst með ferðum bílsins, sem er af gerðinni Skoda Octavia, og þar með hennar sjálfrar. Siv hefur haft bílinn til umráða en Þorsteinn eigandi hans og eftir því sem fréttastofa kemst næst lítur hann svo á að honum hafi verið heimilt að koma búnaðinum fyrir. Hvorugt þeirra er hins vegar skráð fyrir bílnum í Ökutækjaskrá. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Siv hafa fundið ökuritann og kært málið til lögreglu í kjölfarið. Grunsemdir munu hafa vaknað þegar sambýlismaðurinn fyrrverandi virtist vita um allar ferðir hennar. Þau Þorsteinn voru ekki gift en höfðu verið í sambúð 26 ár. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Ökuritinn er síðan tengdur tölvu þannig að notandinn getur fylgst með ferðum bílsins aftur í tímann, frá því að ökuritanum er komið fyrir. Með GPS tengingu, eins og í umræddu tilviki, er hægt að fylgjast nákvæmlega með ferðum bílsins. Rannsókn málsins stóð yfir hluta síðasta vetrar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var Þorsteinn meðal annars boðaður í skýrslutöku og samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttur á heimili sitt af þónokkru liði lögreglumanna. Samkvæmt heimildum hefur Þorsteinn haldið því fram að hann hafi ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar hjá lögreglu. Á rannsóknarstigi málsins kærði Þorsteinn úrskurð Héraðsdóms um afhendingu gagna úr ökuritanum til Hæstaréttar, en gögnin voru í tölvu í eigu Þorsteins. Meirihluti Hæstaréttar, þrír dómarar af fimm, staðfesti úrskurð þess efnis 23. mars á þessu ári. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur vegna rannsóknarhagsmuna og hann er því ekki að finna á vef Hæstaréttar. Að lokinni rannsókn var gefin út ákæra á hendur Þorsteini vegna brots á IX. kafla fjarskiptalaga (vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs) og verður ákæran, samkvæmt dagskrá Héraðsdóms, þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur Þorsteinn einnig kært Siv til lögreglu. Rannsókn á hinum meintu brotum hennar var felld niður hjá lögreglu í desember á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn Húnbogason sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Þá varð verjandi hans ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni í dag. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira