Vítaspyrnudómur bjargaði Chelsea - Drogba sleginn í rot Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. ágúst 2011 16:03 Hér er Ruddy búinn að slá Drogba í rot en sá síðarnefndi féll harkalega til jarðar og var augljóslega meðvitunarlaus. Nordic Photos / Getty Images Chelsea vann 3-1 sigur á nýliðum Norwich á heimavelli í dag. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, var borinn meðvitundarlaus eftir að hafa verið óviljandi sleginn í rot af markverði Norwich. Leikurinn var í járnum lengi vel en Frank Lampard kom sínum mönnum í 2-1 forystu á 82. mínútu eftir að Ramires hafði krækt í vítaspyrnu og um leið fiskað markvörðinn John Ruddy af velli með rautt spjald. Spánverjinn Juan Mata lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag og hélt upp á það með því að skora þriðja mark Chelsea á 101. mínútu en mikil töf varð á leiknum vegna meiðsla Drogba. Jose Bosingwa skoraði fyrsta mark Chelsea en Grant Holt fyrir gestina. Annað mark Chelsea kom eftir skyndisókn. Mata, sem var þá nýkominn inn á, vann boltann í eigin vítateig og gaf á Frank Lampard, sem framlengdi á Ramires sem var reyndar hársbreidd frá því að missa boltann of langt frá sér. Ramires náði að pota í boltann áður en hann var tekinn niður af Ruddy. Vítaspyrna dæmd og rautt spjald á loft. Endursýningar í sjónvarpi sýndu reyndar að lítil snerting átti sér stað en dómurinn engu að síður réttur. Chelsea byrjaði mjög vel í leiknum og Jose Bosingwa kom þeim bláklæddu yfir með þrumuskoti strax á sjöttu mínútu. Það var því allt útlit fyrir nokkuð auðveldan leik hjá heimamönnum en annað átti eftir að koma á daginn. Paul Lambert, stjóri Norwich, byrjaði með fimm manna varnarlínu með þrjá miðverði og vængbakverði sem virtist lítinn árangur bera. Lambert breytti svo í 4-4-2 þegar að einn miðvarðanna, Zach Whitbread, fór meiddur af velli um miðbik fyrri hálfleiks, og setti hann Anthony Pilkington inn á miðjuna í hans stað. Við það náði Norwich miklu betri tökum á leiknum og átti oft hættulegar sóknir að marki Chelsea. Sóknarþunginn bar svo árangur á 63. mínútu þegar að Grant Holt jafnaði metin fyrir Norwich eftir skelfilegt úthlaup Hilario í markinu. Norwich hélt svo áfram að sækja eftir þetta þar til að Chelsea náði aftur yfirhöndinni í leiknum. Manni færri náðu gestirnir gulklæddu sér ekki á strik. Branislav Ivanovic fékk svo tækifæri til að innsigla sigurinn er hann skallaði framhjá af mjög stuttu færi eftir sendingu Frank Lampard. Það gerðist á 90. mínútu en tíu mínútum síðar náði Mata að koma Chelsea í 3-1 forystu með laglegu skoti eftir mistök í varnarleik Norwich. Didier Drogba meiddist illa í leiknum er hann fékk þungt höfuðhögg frá Ruddy, markverði Norwich. Hann steinrotaðist og var gert að honum í um sjö mínútur þar til hann var borinn af velli - meðvitundarlaus. Belginn Romelu Lukaku lék einnig sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag. Lukaku kom inn á fyrir Fernando Torres sem náði sér alls ekki á strik að þessu sinni. Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Chelsea vann 3-1 sigur á nýliðum Norwich á heimavelli í dag. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, var borinn meðvitundarlaus eftir að hafa verið óviljandi sleginn í rot af markverði Norwich. Leikurinn var í járnum lengi vel en Frank Lampard kom sínum mönnum í 2-1 forystu á 82. mínútu eftir að Ramires hafði krækt í vítaspyrnu og um leið fiskað markvörðinn John Ruddy af velli með rautt spjald. Spánverjinn Juan Mata lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag og hélt upp á það með því að skora þriðja mark Chelsea á 101. mínútu en mikil töf varð á leiknum vegna meiðsla Drogba. Jose Bosingwa skoraði fyrsta mark Chelsea en Grant Holt fyrir gestina. Annað mark Chelsea kom eftir skyndisókn. Mata, sem var þá nýkominn inn á, vann boltann í eigin vítateig og gaf á Frank Lampard, sem framlengdi á Ramires sem var reyndar hársbreidd frá því að missa boltann of langt frá sér. Ramires náði að pota í boltann áður en hann var tekinn niður af Ruddy. Vítaspyrna dæmd og rautt spjald á loft. Endursýningar í sjónvarpi sýndu reyndar að lítil snerting átti sér stað en dómurinn engu að síður réttur. Chelsea byrjaði mjög vel í leiknum og Jose Bosingwa kom þeim bláklæddu yfir með þrumuskoti strax á sjöttu mínútu. Það var því allt útlit fyrir nokkuð auðveldan leik hjá heimamönnum en annað átti eftir að koma á daginn. Paul Lambert, stjóri Norwich, byrjaði með fimm manna varnarlínu með þrjá miðverði og vængbakverði sem virtist lítinn árangur bera. Lambert breytti svo í 4-4-2 þegar að einn miðvarðanna, Zach Whitbread, fór meiddur af velli um miðbik fyrri hálfleiks, og setti hann Anthony Pilkington inn á miðjuna í hans stað. Við það náði Norwich miklu betri tökum á leiknum og átti oft hættulegar sóknir að marki Chelsea. Sóknarþunginn bar svo árangur á 63. mínútu þegar að Grant Holt jafnaði metin fyrir Norwich eftir skelfilegt úthlaup Hilario í markinu. Norwich hélt svo áfram að sækja eftir þetta þar til að Chelsea náði aftur yfirhöndinni í leiknum. Manni færri náðu gestirnir gulklæddu sér ekki á strik. Branislav Ivanovic fékk svo tækifæri til að innsigla sigurinn er hann skallaði framhjá af mjög stuttu færi eftir sendingu Frank Lampard. Það gerðist á 90. mínútu en tíu mínútum síðar náði Mata að koma Chelsea í 3-1 forystu með laglegu skoti eftir mistök í varnarleik Norwich. Didier Drogba meiddist illa í leiknum er hann fékk þungt höfuðhögg frá Ruddy, markverði Norwich. Hann steinrotaðist og var gert að honum í um sjö mínútur þar til hann var borinn af velli - meðvitundarlaus. Belginn Romelu Lukaku lék einnig sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag. Lukaku kom inn á fyrir Fernando Torres sem náði sér alls ekki á strik að þessu sinni.
Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira