Fótbolti

Eto'o skoraði í fyrsta leik með Anzhi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samuel Eto'o er byrjaður að vinna fyrir laununum hjá Anzhi í rússnesku úrvalsdeildinni. Hann skoraði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Rostov í dag.

Markið má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.

Eto'o gekk í vikunni í raðir Anzhi og gerði þriggja ára samning við félagið. Hann varð um leið einn launahæsti leikmaður heims með um tíu milljónir evra í árslaun.

Yuri Zhirkov, fyrrum leikmaður Chelsea, átti stóran þátt í markinu sem Eto'o skoraði af stuttu færi.

Anzhi er í fjórða sæti deildarinnar með 37 stig eftir 22 leiki. CSKA Moskva er á toppnum með 45 stig eftir 21 leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×