Fótbolti

FIFA setur sex dómara í lífstíðarbann frá knattspyrnu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolos Lengyel bendir á punktinn í ótengdri knattspyrnuviðureign.
Kolos Lengyel bendir á punktinn í ótengdri knattspyrnuviðureign.
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur sett þrjá dómara í lífstíðarbann eftir að siðanefnd sambandsins komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu gerst sekir um hagræðingu úrslita. Um er að ræða þrjá Ungverja og þrjá Bosníumenn.

Málið snýst um vináttulandsleiki í knattspyrnu sem fram fóru í Tyrklandi í mars. Tveir leikir voru spilaðir og voru skoruð sjö mörk. Öll mörkin komu úr vítaspyrnum og þurfti að taka eina spyrnuna aftur eftir að hún fór framhjá. Lettland, Bólivía, Eistland og Búlgaría voru þjóðirnar sem spiluðu leikina.

Ungversku dómararnir heita Kolos Lengyel, Krisztian Selmeczi and Janos Csak. Þeir eru um þessar mundir í haldi lögreglu í heimalandi sínu meðan rannsókn yfirvalda í Ungverjalandi stendur yfir.

Bosnísku dómararnir heita Sinisa Zrnic, Kenan Bajramovic and Rizah Ridalovic og voru viðstaddir úrskurðinn. Þeir neituðu allir ásökununum en voru fundnir sekir sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×